Hafa Samband
Íhlutir ehf. — Skipholt 7, 105 Reykjavík

Verslun með íhluti af öllum gerðum fyrir einstaklinga og fagfólk.

Opnunartímar

Mánudag - Fimmtudag
10:00 - 17:00
Föstudag
Helgar
10:00 - 15:00
Lokað

Fréttir

VörulistiNN

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Vörunúmer
Lýsing
Lýsing Birgja
Vörunúmer Birgja
Verð Án VSK
Verð með VSK
Birgja númer
Skoða hjá
Button Text

Umboð

Helstu Birgjar

Fyrirtækið

Árið 1976 komu saman 3 Tæknifræðingar, þeir Eyþór G. Jónsson, Frosti Bergsson og Gunnar Ingi Gunnarsson til að stofna lítið þróunarfyrirtæki sem skyldi annast sölu og smíði á ýmsum rafeindabúnaði. Nafn var valið SAMEIND hf.

Ári seinna bættist Sigurður Örn Kristjánsson í hópinn.

Fyrsta verkefnið var að hefja sölu á ósamsettum tækjum frá JOSTYKIT.

Fyrsta árið var fyrirtækið til húsa að Tómasarhaga 48 í forstofuherbergi. Ári seinna flutti það að Grettisgötu 46. Árið 1977 hóf Sameind að selja vörur frá Heathkit / Zenith og þar á meðal tölvur H-8 og Z-89 sem notuðu Z-8085 örgjafa. Árið 1980 voru einnig Dragon tölvur og Superboard á boðstólum, einnig mælitæki frá FLUKE. 1983 fékkst umboð fyrir Ericsson System-11 skjái fyrir IBM-34-38 tölvur og 1984 komu fyrstu PC tölvurnar frá Zenith og urðu geysi vinsælar. Árið 1985 stækkaði Sameind svo mikið að að ákveðið var að flytja í Brautarholt 8, en þá höfðu Frosti og Sigurður hætt afskiptum af fyrirtækinu. Árið 1986 og 87 bættust FUJITSU og Diconix prentarar í vöruúrvalið og ferðatölvurnar Z-181 og Z-183 frá Zenith.

Þótt vel hafi gengið varð þetta eitt versta ár í sögu Sameindar vegna hinnar miklu þennslu þar sem laun tvöfölduðust á einu ári og miklu falli í hagkerfinu. Árið 1988 urðu mikil kaflaskipti með tilkomu nýrra hluthafa og samninga við IBM á sölu kassakerfa í verslanir þar sem á ýmsu gekk sem endaði með sameiningu við hluthafa Tæknivals í byrjun árs 1992 og stofnunar Íhlutir ehf. í febrúar 1992 sem ég, Eyþór, og Ólafur Sigurðsson eigum til helminga, en við áttum 25% í Sameind.

Starfsemi Íhluta hófst í Maí 1992 í Ármúla 4 en flutti í Skipholt 7 í Mars 1997 í stærra og betra húsnæði í eigu fyrirtækisins.

Íhlutir starfa á sömu hugmyndum og Sameind gerði í byrjun þ.e.a.s. útvega og hafa á lager þá nauðsynlegustu íhluti sem þarf á markaðinn, bæði til viðhalds, nýsmíði og kennslu.

Á árunum 1980 til 1992 voru tölvurnar alsráðandi en í dag erum við eingöngu með kapla, tengi og tengikort fyrir tölvurnar ásamt öllum verkfærunum, mælitækjunum og íhlutunum sem eru í miklu úrvali. Í dag eru um 16.000 vörunúmer á lager.

Með vinsemd.
Eyþór G. Jónsson, Tæknifræðingur.

Starfsfólk

Eyþór G. Jónsson

Tæknifræðingur og Framkvæmdastjóri

Bryndís Gísladóttir

Bókhald